Windows 10 – Innskráning í fyrsta skipti

Undanfarnar vikur hef ég verið að uppfæra tölvur Hrafnagilsskóla úr Windows 7 í Windows 10. Við þessa innleiðingu rekst maður á einföld atriði sem vefjast fyrir notendum í fyrsta skipti.  Ég útbjó því myndband sem sýnir einföldustu atriði sem gott er að hafa í huga þegar maður innskráir sig í Windows 10 tölvu.

Í þessu myndbandi sýni ég einnig hvernig maður getur nýtt tvö einföld forrit sem fylgja Windows 10 en það eru forrit fyrir póst og dagatöl.  Bæði þessi forrit vinna í bakgrunni og því gott t.d. ef maður notar mikið dagatöl (t.d. Google Calendar). Maður fær þá áminningarnar án þess að vera með þessi forrit opin.

Vonandi hjálpar þetta myndband einhverjum.

Flubaroo breytir Google Forms í krossapróf

Í gær ræddi ég við vin minn Ingva Hrannar, kennara á Sauðárkróki um kennslu og Google Apps. Í lok spjallsins frussuðum við útúr okkur alls konar fróðleik um tæki og tól fyrir kennslu sem við höfðum rekist á að undanförnu. Eitt þeirra sem Ingvi nefndi var Flubaroo.

Í Google Apps eru ýmis forrit og meðal þeirra er Google Forms.  Google Forms er eitt af mínum uppáhalds verkfærum í Google Apps og frábært í allar kannanir og aðra upplýsingaöflun hver svo sem hún er.  Öll svör fara úr Forms yfir í töflureikni sem býður svo upp á margs konar tölfræði.

Flubaroo er ókeypis viðbót (addon) við Google spreadsheet. Þegar allir hafa lokið við að svara prófinu (kennarinn meðtalinn) er einfaldlega farið í viðtætur og Flubaroo valin. Í tveimur til þremur skrefum er maður kominn með útfyllt próf með öllum þeim niðurstöðum sem maður vill fá úr prófum. Ég er búinn að prófa virkni þessarar viðbótar og verð að segja að eins einfalt og það lítur út fyrir að nota Flubaroo á myndbandinu hér að neðan þá sýnir það nákvæmlega hve einfalt og þægilegt það er.

wevideo.com – Klippiforrit í skýjunum

314-C5-wevideo_storyboard-SECONDARY1Rétt áður en ég fór í skólann í morgun hlustaði ég á viðtal á Bylgjunni við tölvugúrú sem kallast Óli tölva.  Meðal þess sem hann fjallaði um var ný skýjaþjónusta þar sem hægt væri að klippa myndskeið í gegnum heimasíðu.  Þjónustan nefnist Wevideo og er á slóðinni wevideo.com.

Þar sem ég kenni m.a. kvikmyndaval vakti þetta hjá mér áhuga og náði ég að prófa þessa þjónustu í morgun (og reyndar kenna hana eftir hád.).  Ég verð að segja að þessi skýjaþjónusta er miklu betri en ég átti von á.  Hún sækir myndbönd beint úr öðrum skýjaþjónustum (Google Drive, Facebook, Dropbox og fl.) og er klippt í gegnum heimasíðu. Möguleikarnir eru mjög líkir hefðbundnu klippiforriti og uppsetning einnig. Eftir að búið er að klippa mynskeiðið er myndbandið síðan flutt beint á Youtube, Facebook eða aðra miðla. Myndböndin þurfa því ekki að eiga neina viðkomu í tölvu notandans.  Að auki eru til öpp fyrir Android og IOS þannig að möguleikarnir eru endalausir.

Það er hægt að skrá sig án endurgjalds og flytja 10gb af myndböndum, tónlist og myndum inn á geymslusvæði vinnslusvæði.  Í ókeypis útgáfu er samt bara hægt að búa til myndbönd sem eru alls eru 5 mínútur á mánuði en það er svo sem nóg til að prófa.

Preminum útgáfa kostar um 5000 kr. á ári fyrir einstakling og er þá komið 30gb gagnapláss auk þess sem notandi getur búið til myndskeið sem eru alls 1 klst. á mánuði. Þeir bjóða upp á skólaaðgang sem býður upp á 50 notendur fyrir alls 20.000 kr. fyrir 6 mánuði.  Þegar maður er kominn í preminum eða skólaleyfin geta fleiri en einn notandi farið að klippa myndskeið saman. Það er alveg ótrúlega magnaður möguleiki því myndbandagerð er nánast aldrei einstaklingsverkefni.

Ég prófaði að búa til tvö myndskeið. Annað var eingögnu samsett úr ljósmyndum en hitt örstutt myndskeið sem tekið var beint úr upptökuvél og klippt í fljótheitum.  Bæði eru með undirspil. Ég lofa að setja betri myndskeið inn þegar ég er búinn að kaupa mér aðgang 🙂

Hér eru svo nokkrar skjámyndir

Búðu til námsefni með Wikipedia

Var að uppgötva um daginn að það er hægt að búa til bækur eða ritsafn úr efni Wikipedia. Þessi möguleiki hefur víst verið til í nokkur ár en farið alfarið framhjá mér. Ég bjó til smá leiðbeiningar fyrir þá sem hafa hugsanlega ekki uppgötvað þennan möguleika. Afsakið skelfileg hljóðgæði.

Vélritun og fingrasetning

Fyrir nokkru var til fingrakennsluforrit sem nefndist Ritfinnur.  Forritið var sett upp á server og var það svo tengt við allar tölvur í skólanum. Auk þess að halda utan um allar æfingar nemenda og framfarir. Í því var bæði grunnþjálfun á heimalykla og stærri ritunaræfingar.  Kennarinn var með sérstakt svæði með yfirliti yfir árangur og framfarir. Ritfinnur er forrit sem enn er þróað af fyrirtækinu De Marque og nefnist á ensku Typingpal. Þeir bjóða bara ekki lengur upp á lausnir fyrir Ísland. Halda áfram að lesa

Kahoot lífgar upp á kennslustundirnar

kahoot_meta_og_imageÞað er alltaf gaman að rekast á öpp og veflausnir sem hitta algjörlega í mark. Ekki bara hjá kennurum heldur nemendum einnig. Kahoot.it er sannarlega eitt af þeim.  Ég hef prófað Kahoot í nokkrum bekkjum og einnig látið nemendur búa til sínar eigin spurningar sem vakti mikla lukku.  Námsefni sem ekki flokkast sem það skemmtilegasta verður æsispennandi.

Connect Fours

Connect FourConnect Fours er skemmtileg þraut þar sem nemandinn á að para saman fjórum orðum sem tengjast á einhvern hátt.  Það er hægt að nota þetta verkfæri bæði til þess að láta nemendur finna út orð/hugtök sem tengjast eða láta þá búa til svona lista út frá t.d. kafla í námsbók.

Ég prófaði að búa til smá sýnidæmi með frekar slöppum árangri 🙂.