Flubaroo breytir Google Forms í krossapróf

Flubaroo breytir Google Forms í krossapróf

Í gær ræddi ég við vin minn Ingva Hrannar, kennara á Sauðárkróki um kennslu og Google Apps. Í lok spjallsins frussuðum við útúr okkur alls konar fróðleik um tæki og tól fyrir kennslu sem við höfðum rekist á að undanförnu. Eitt þeirra sem Ingvi nefndi var Flubaroo.

Í Google Apps eru ýmis forrit og meðal þeirra er Google Forms.  Google Forms er eitt af mínum uppáhalds verkfærum í Google Apps og frábært í allar kannanir og aðra upplýsingaöflun hver svo sem hún er.  Öll svör fara úr Forms yfir í töflureikni sem býður svo upp á margs konar tölfræði.

Flubaroo er ókeypis viðbót (addon) við Google spreadsheet. Þegar allir hafa lokið við að svara prófinu (kennarinn meðtalinn) er einfaldlega farið í viðtætur og Flubaroo valin. Í tveimur til þremur skrefum er maður kominn með útfyllt próf með öllum þeim niðurstöðum sem maður vill fá úr prófum. Ég er búinn að prófa virkni þessarar viðbótar og verð að segja að eins einfalt og það lítur út fyrir að nota Flubaroo á myndbandinu hér að neðan þá sýnir það nákvæmlega hve einfalt og þægilegt það er.

Back
SHARE

Flubaroo breytir Google Forms í krossapróf