G Suite Team Drive – Lagar eignarhald á skrám og auðveldar aðgengi innan stofnanna

G Suite Team Drive – Lagar eignarhald á skrám og auðveldar aðgengi innan stofnanna

Þeir sem hafa notað G Suite í einhvern tíma þekkja vandamálið með eignarhald á skrám.  Nefnum sem dæmi að þú ert beðinn um að vera fundarritari og að sjálfsögðu notar þú Google Docs. Ef þú skrifar fundargerðina á þínu drifi er skráin alltaf þín, hvort sem þú deilir henni á skólastjórann eða setur fundargerðina í sameiginlega möppu. Það getur líka verið mjög þreytandi þegar það er endalaust verið að deila skrám sem ekki tengjast manni beint. Þó ég nefni fundargerð á þetta við um fjölmargar skrár sem tengjast skipulagi, þróunarverkefnum og uppbrotsdögum svo eitthvað sé nefnt.

Með Team Drive (eða Hópdrif eins og það heitir á íslensku) flytur þú eignarhald á skrám yfir á þann vinnustað sem þú starfar á.  Skráin verður því eign stofnunnarinnar og allir sem hafa aðgang að Team Drive geta skoðað skrána.

Umsjónarmaður Team Drive (kerfisstjóri, verkefnastjóri UT eða jafnvel skólastjóri) getur aðgangsstýrt Team Drive eftir vægi gagnanna.

Back
SHARE

G Suite Team Drive – Lagar eignarhald á skrám og auðveldar aðgengi innan stofnanna