Google Drive File Stream – Forrit sem tengir tölvur við G suite skýin

Google Drive File Stream – Forrit sem tengir tölvur við G suite skýin

File > save as > Google Drive

Google Drive File Stream er forrit sem þú setur í tölvuna þína og er eingöngu til fyrir G Suite.  Með forritinu opnar þú skrár beint úr skýinu, hvort sem það er úr Apple eða Windows tölvu. Það góða við Drive File Stream forritið er að nú er hægt að vista úr öllum forritum beint á Google Drive en það hefur verið vandamál. Það hefur alltaf þurft að vista í tölvuna og hlaða svo handvirkt upp í skýin.  Nú er lítið mál fyrir kennara sem vilja nota áfram Publisher að vista skrárnar beint yfir í Google Drive.

Þetta er ólíkt forritum eins og Dropbox og gamla Google Drive forritinu því þetta forrit „syncar“ ekki á harðadiskinn heldur sýnir bara icon af skrárkerfinu. Það er ekki fyrr en þú opnar skrárnar sem þú hleður þeim niður. Með þessu móti dregur þú úr gagnaplássi og einnig bandvídd því þú ert ekki að senda og sækja allar skrár líkt og með áðurnefnd forrit heldur bara þær skrár sem þú ert að vinna með.

Sameiginlegu drifin sem áður voru á netþjónum skólanna eru nú komin í skýin. Skrárnar eru ekki geymdar í tölvunum þannig að þegar starfsmaður hættir eða færist til í starfi er auðvelt að aftengja Team drive möppur sem hann þarf ekki lengur aðgang að. Team Drive er reyndar efni í annan pistil.

Ef svo ber undir er einnig hægt að gera Google Drive skrár tiltækar „offline“ svo þú getir unnið í þeim án nettengingar. Um leið og tölvan nettengist flytjast skrárnar aftur í skýið.

Back
SHARE

Google Drive File Stream – Forrit sem tengir tölvur við G suite skýin