Búðu til netföng með Google Sheet

Búðu til netföng með Google Sheet

Í Hrafnagilsskóla höfum við þá reglu að netföng nemenda eru með árgangsforskeyti. Dæmi: 00jon@krummi.is = Jón sem fæddur er árið 2000.

Að búa til netföng fyrir stóra hópa getur verið gríðarlega tímafrekt því það þarf að taka mörg skref.

  • Það þarf að sækja upplýsingar úr mentor.
  • Það þarf að greina föðurnafn frá öðrum nöfnum.
  • Það þarf að setja inn forskeytið og @krummi.is viðskeytið.
  • Það þarf að hreinsa út alla íslenska stafi úr netfangi.

Þetta eru aðeins nokkur skref af mörgum en þessi skref geta verið tímafrek, sérstaklega þegar verið er að stofna stóra nemendahópa.

Fyrir nokkru uppgövaði ég að þetta væri hægt með Google sheet. Við þá eftirgrenslan skoðaði ég nokkur youtube vídeó og uppgövaði hinar gullfallegu formúlur Split og Concatenate. Split formúlan skipti niður í dálka út frá tilteknum einkennum s.s. stafabili, kommum punkti eða öðru sem þér dettur í hug.  Concatenate formúlan sameinar efni úr dálkum og öðru sem þú ákveður í einn dálk.

Það sem þarf að gera eftir að búið er að setja inn nöfn er að taka út íslensku stafina.  Ég nota viðbótina Power Tools til þess.

Skipta gögnum A2 dálki í fleiri dálka út frá stafabili =split(A2,“ „)

Hér er svo concatenate formúlan fallega 🙂

Hér getið þið svo nálgast afrit af töflureikninum til að leika ykkur.

Hér er svo að lokum stutt myndband sem sýnir hvernig formúlan virkar.

 

Back
SHARE

Búðu til netföng með Google Sheet