Greinasafn fyrir merki: Ókeypis

Kahoot lífgar upp á kennslustundirnar

kahoot_meta_og_imageÞað er alltaf gaman að rekast á öpp og veflausnir sem hitta algjörlega í mark. Ekki bara hjá kennurum heldur nemendum einnig. Kahoot.it er sannarlega eitt af þeim.  Ég hef prófað Kahoot í nokkrum bekkjum og einnig látið nemendur búa til sínar eigin spurningar sem vakti mikla lukku.  Námsefni sem ekki flokkast sem það skemmtilegasta verður æsispennandi.

Connect Fours

Connect FourConnect Fours er skemmtileg þraut þar sem nemandinn á að para saman fjórum orðum sem tengjast á einhvern hátt.  Það er hægt að nota þetta verkfæri bæði til þess að láta nemendur finna út orð/hugtök sem tengjast eða láta þá búa til svona lista út frá t.d. kafla í námsbók.

Ég prófaði að búa til smá sýnidæmi með frekar slöppum árangri 🙂.