Ég heiti Hans Rúnar Snorrason fullu nafni og er fæddur og uppalinn Akureyringur. Ég er giftur Málfríði Þórðardóttur ljósmóður og eigum við saman 4 börn.
Ég hóf minn kennsluferil haustið 1997 sem leiðbeinandi við Grunnskóla Siglufjarðar en tók síðan kennaranámið í fjarnámi frá KHÍ.
Ég hef starfað sem kennari við Hrafnagilsskóla frá hustdögum 2001 en þar hef ég eingöngu kennt tölvu- og upplýsingatækni auk þess að sjá um tölvukerfi skólans frá A-Ö.
Alla mína kennslutíð hef ég haft óbilandi áhuga á tölvum og nýtingu internetsins. Ég setti til dæmis upp fyrstu heimasíðu Grunnskóla Siglufjarðar. Stór ástæða fyrir uppsetningu hennar var að nemandi sem ég var með í stuðningskennslu hafði gert magnaðan landafræðivef í Frontpage sem við vildum hafa á heimasíðu skólans. Það þurfti því að stofna heimasíðu fyrir skólann til þess að koma verkefninu á sinn stað 🙂
Ég er mikill aðdáandi WordPress, Moodle og annarra opinna kerfa sem og ókeypis lausna almennt. Ekki skemmir ef hægt að að nota þær í skólastarfi. Ég verð svo víst að viðurkenna það að ég er mjög heillaður af Google og öllum þeirra lausnum.