Vélritun og fingrasetning

Vélritun og fingrasetning

Fyrir nokkru var til fingrakennsluforrit sem nefndist Ritfinnur.  Forritið var sett upp á server og var það svo tengt við allar tölvur í skólanum. Auk þess að halda utan um allar æfingar nemenda og framfarir. Í því var bæði grunnþjálfun á heimalykla og stærri ritunaræfingar.  Kennarinn var með sérstakt svæði með yfirliti yfir árangur og framfarir. Ritfinnur er forrit sem enn er þróað af fyrirtækinu De Marque og nefnist á ensku Typingpal. Þeir bjóða bara ekki lengur upp á lausnir fyrir Ísland.

Þegar tölvur og netþjónar uppfærðust í 64bita stýrikerfi var forritið ekki lengur aðgengilegt enda hugbúnaður frá árinu 2000 eða fyrr. Ég spurðist fyrir hjá Námsgagnastofnun hvort þeir kæmu ekki með uppfærslu var svarið neitandi. Það var of kostnaðarsamt.

Eftir að Ritfinnur datt út varð algjört tómarúm fyrir vélritunarkennslu.  Að læra fingrasetningu mun seint þykja skemmtileg og því skiptir miklu máli að framfarir séu sýnilegar.  Að fara að skrifa æfingar í word fannst mér útilokað.  Það tók mig nokkra mánuði að finna leiðir til að finna kennsluefni sem mér fannst ásættanlegt.  Ekki gott en ásættanlegt.

10fastfingers

Það sem ég nota í dag er vefurinn sense-lang.org fyrir yngri krakka en 10fastfingers.com fyrir mið- og unglingastig. Ég þýddi vefinn 10Fastfingers og sendi inn um 400 íslensk orð svo vefurinn yrði nothæfur fyrir nemendur.  10Fastfingers er ansi góður vefur.  Nemendur geta innskráð sig og heldur þá vefurinn utan um framfarir þeirra og veitir viðurkenningar.  Hvert verkefni er í eina mínútu og orðin eru af handahófi. Gallinn er að kennarinn hefur ekki yfirsýn yfir árangur allra nema að halda utan um slóð á prófíl þeirra.

Það vantar enn sárlega lausn fyrir kennslu í fingrasetningu fyrir grunnskóla í stað Ritfinns.

Back
SHARE

Vélritun og fingrasetning