wevideo.com – Klippiforrit í skýjunum

wevideo.com – Klippiforrit í skýjunum

314-C5-wevideo_storyboard-SECONDARY1Rétt áður en ég fór í skólann í morgun hlustaði ég á viðtal á Bylgjunni við tölvugúrú sem kallast Óli tölva.  Meðal þess sem hann fjallaði um var ný skýjaþjónusta þar sem hægt væri að klippa myndskeið í gegnum heimasíðu.  Þjónustan nefnist Wevideo og er á slóðinni wevideo.com.

Þar sem ég kenni m.a. kvikmyndaval vakti þetta hjá mér áhuga og náði ég að prófa þessa þjónustu í morgun (og reyndar kenna hana eftir hád.).  Ég verð að segja að þessi skýjaþjónusta er miklu betri en ég átti von á.  Hún sækir myndbönd beint úr öðrum skýjaþjónustum (Google Drive, Facebook, Dropbox og fl.) og er klippt í gegnum heimasíðu. Möguleikarnir eru mjög líkir hefðbundnu klippiforriti og uppsetning einnig. Eftir að búið er að klippa mynskeiðið er myndbandið síðan flutt beint á Youtube, Facebook eða aðra miðla. Myndböndin þurfa því ekki að eiga neina viðkomu í tölvu notandans.  Að auki eru til öpp fyrir Android og IOS þannig að möguleikarnir eru endalausir.

Það er hægt að skrá sig án endurgjalds og flytja 10gb af myndböndum, tónlist og myndum inn á geymslusvæði vinnslusvæði.  Í ókeypis útgáfu er samt bara hægt að búa til myndbönd sem eru alls eru 5 mínútur á mánuði en það er svo sem nóg til að prófa.

Preminum útgáfa kostar um 5000 kr. á ári fyrir einstakling og er þá komið 30gb gagnapláss auk þess sem notandi getur búið til myndskeið sem eru alls 1 klst. á mánuði. Þeir bjóða upp á skólaaðgang sem býður upp á 50 notendur fyrir alls 20.000 kr. fyrir 6 mánuði.  Þegar maður er kominn í preminum eða skólaleyfin geta fleiri en einn notandi farið að klippa myndskeið saman. Það er alveg ótrúlega magnaður möguleiki því myndbandagerð er nánast aldrei einstaklingsverkefni.

Ég prófaði að búa til tvö myndskeið. Annað var eingögnu samsett úr ljósmyndum en hitt örstutt myndskeið sem tekið var beint úr upptökuvél og klippt í fljótheitum.  Bæði eru með undirspil. Ég lofa að setja betri myndskeið inn þegar ég er búinn að kaupa mér aðgang 🙂

Hér eru svo nokkrar skjámyndir

Back
SHARE

wevideo.com – Klippiforrit í skýjunum