Það er óhætt að segja að Guðjón Samúelsson hafi verið mikill brautryðjandi í byggingarlist á Íslandi. Fjölmargar af merkustu byggingum landsins eru hans sköpunarverk. Meðal bygginga sem Guðjón teiknaði eru Hallgrímskirkja, Þjóðleikhúsið og Háskóli Íslands. Guðjón teiknaði einnig Laugardalslaug sem og kirkjuna okkar Akureyrarkirkju. Guðjón var gríðarlega afkastamikill og um allt land eru að finna byggingar sem hann hannaði, en hverskonar arkítekt var Guðjón Samúelsson og hvaða áhrif hafði hann á byggingarlist og mótun Akureyrar?
Þessi heimasíða er unnin úr ritgerð sem Sigrún Margrét Hansdóttir skrifaði fyrir Menntaskólann á Akureyri. Heimasíðan var verkefni Hans Rúnars Snorrasonar í áfanganum Upplýsingatækni og tölvunotkun í skólastarfi við Háskólann á Bifröst, vormisserið 2022.
,